Lesendur Fréttablaðsins geta frá og með deginum í dag lesið blaðið í spjaldtölvu eða snjallsíma með nýju smáforriti, eða „appi“, að því er segir í Fréttablaðinu. Appið fæst ókeypis í helstu app-veitum, App Store fyrir Apple-tæki og Google Play fyrir tæki sem ganga á Android-stýrikerfinu. Enga áskrift þarf til að lesa blaðið daglega í appinu.

Til að finna Fréttablaðs-appið í app-veitum er einfaldlega slegið inn leitarorðið Fréttablaðið. Hægt er að

láta appið sækja blaðið sjálfkrafa á hverjum útgáfudegi og hlaða niður í símann eða spjaldtölvuna.