Helgi Magnússon hefur keypt afganginn af hlutafé í Torgi ehf., útgefanda Fréttablaðsins, af 365 miðlum. Fréttablaðið verður sameinað sjónvarpsstöðinni Hringbraut. Þetta kemur fram á vef Fréttablaðsins .

Samhliða breytingunum mun Ólöf Skaftadóttir láta af störfum ritstjóra en hún sagði upp í ágúst. Jón Þórisson, fyrrverandi forstjóri VBS fjárfestingabanka og fyrrverandi aðstoðarforstjóri Íslandsbanka, hefur verið ráðinn ritstjóri og ábyrgðarmaður blaðsins við hlið Davíðs Stefánssonar.

Starfsemi Hringbrautar verður flutt milli torga, af Eiðistorgi niður á Hafnartorg. Fyrirhugað er að eigendur Hringbrautar leggi fyrirtæki sitt inn í Torg og eignist í staðinn hlutafé í Torgi.