Ekki þarf að orðlengja það hve fréttalestur á stafrænum tækjum hefur aukist gríðarlega á skömmum tíma. Upphaflega þegar netið ruddi sér rúms á tölvuskjáum mannkyns, en enn frekar þó eftir að snjallsímarnir komu í hvers manns vasa.

Rannsókn Reuters-stofnunarinnar í 40 helstu frjálsum fjölmiðlamörkuðum heims nú í vor sýnir vel hvernig símarnir hafa rutt hefðbundnum tölvum af stalli sem viðtökutæki til fréttalesturs. Sambærilegar tölur um þá skiptingu segja svipaða sögu, nema hvað snjallsímarnir eru talsvert meira notaðir. Hins vegar kemur á óvart að notkun spjalda (iPad) er hér helmingi minni.