Fréttamenn RÚV lýstu yfir fullu trausti á fréttastjórann Óðinn Jónsson á fundi þeirra í gær og telja þeir ekki tímabært að skipa um fréttastjóra nú um stundir. Eins og áður hefur komið fram er Óðinn einn þeirra framkvæmdastjóra RÚV sem hefur verið sagt upp. Útvarpsstjóri segir gert ráð fyrir því að stöður þeirra verði auglýstar um helgina og geta núverandi framkvæmdastjórar sótt um þær. Stöðunum verður hins vegar fækkað .

Fram kemur í viðtali við Hallgrím Indriðason, formann Félags fréttamanna, á Vísi í gærkvöldi, að loftið sé blendið. Menn séu orðnir þreyttir á að það sé endalaust rót á starfseminni, endalausar breytingar og uppsagnir, skiplagsbreytingar fram og til baka.