Fyrrverandi fjármálastjóri Glitnis samdi við slitastjórn Glitnis um að hún höfðaðiekki mál á hendur sér. Í staðinn samþykkti hann að aðstoða hana og bera vitni gegn þeim aðilum sem stefnt hefur verið.

Alexander K. Guðmundsson, fyrrverandi fjármálastjóri Glitnis, hefur gert samkomulag við slitastjórn Glitnis um fullt samstarf er varðar „upplyìsingagjöf varðandi málefni Glitnis banka á starfstíma Alexanders hjá bankanum sem varði frá byrjun júní 2007 og til maí byrjunar 2008“.

Í staðinn hefur slitastjórnin fallist á að „hún muni ekki standa að eða höfða einkamál á hendur Alexander af hálfu Glitnis banka hf., hvorki til heimtu skaðabóta, riftunarráðstafana né annarra einkaréttarlegra krafna eða úrræða“. Þetta kemur fram í yfirlyìsingu sem Alexander og Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar Glitnis, undirrituðu 9. apríl síðastliðinn.

Yfirlyìsingin er á meðal þeirra gagna sem lögð hafa verið fram fyrir dómstóli í New York vegna málaferla slitastjórnarinnar gegn Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og sex öðrum einstaklingum sem taldir eru til „viðskiptaklíku“ hans þar sem Glitnir krefur einstaklingana um rúmlega 250 milljarða króna í bætur. Þeim er gefið að sök að hafa tæmt Glitni innanfrá á þeim tíma sem Alexander starfaði sem fjármálastjóri bankans.

Fær ekkert endurgjald

Alexander skuldbindur sig til þess að gefa slitastjórninni upplyìsingar um allt sem snerti hans starfssvið innan bankans, að afhenda henni öll gögn sem hann hefur undir höndum, að aðstoða hana við að meta og greina gögn, gefa raunsanna skyìrslu í vitnastúku fyrir dómstólum og „veita annars konar aðstoð sem slitastjórn og ráðgjafar hennar leita eftir“. Í yfirlyìsingunni kemur fram að „ekkert endurgjald verði innt af hendi af hálfu bankans til Alexanders vegna samstarfs hans“. Alexander hefur gegnt starfi forstjóra Geysis Green Energy (GGE) frá því í desember. Hann hafði áður verið fjármálastjóri þessa félags. Íslandsbanki, sem er að mestu í eigu skilanefndar Glitnis, á handveð í öllum eignum GGE og hefur tekið félagið yfir.

Fjöldi fyrrverandi starfsmanna Glitnis hefur samþykkt að bera vitni í máli slitastjórnarinnar. Á meðal þeirra er Bjarni Ármannsson, sem var forstjóri bankans áður en Jón Ásgeir og tengdir aðilar náðu yfirtökum í Glitni. Hann á að bera vitni um hvernig starfslok hans bar að. Samkvæmt upplyìsingum Viðskiptablaðsins mun Alexander vera sá eini úr þessum hópi sem hefur gert griðasamkomulag við slitastjórnina.

-Nánar í VIðskiptablaðinu