Allar líkur eru nú á því að þýski bílaframleiðandinn Porsche gangi frá samningi við fjárfesta frá Katar og leysi þar með lausafjárvandræði sín. Þýska vikuritið Focus segir frá því í blaði sem kemur út á morgun að stefnt sé að því að loka samkomulaginu um miðjan mánuðinn.

Forstjóri Porsche Wendelin Wiedeking hefur nú þegar ferðast nokkrum sínnum til Katar að því er kemur fram í frétt Reuters um málið. Focus fréttin segir að nú séu menn að skoða tvo möguleika á innkomu Al-Thani fjárfestingasjóðsins. Skuldir Porsche nema um níu milljörðum evra. Félagið hefur meðal annars sótt um aðstoð frá þýska ríkinu við að laga lausafjárstöðu sína.

Forsætisráðherra Katar greindi frá því í samtali við Reuters 30. maí síðstliðin að Katar hyggðis kaupa hlut í Porsche en þá var ljóst að félagið réði ekki við að kaupa eins stóran hlut í Volkswagen og var áformað.

Einn valkostur er að fjárfestingasjóðurinn Qatar Investment Authority (QIA) kaupi 24% hlut í VW sem Porsche áformaði að kaupa. Þar með myndi lausafjárstaða Porsche batna mikið en um leið myndi VW fá nýjan kjölfestufjárfestir.

Annar valkostur er að kaupa beint í Porsche og eignast þá um leið hlut í 51% stöðu þeirra í VW. Sú leið er flóknari þar sem hún felur í sér hlutafjáraukningu sem kallar á hluthafafund.