Allt frá því að fjármálakreppan skall á með fullum þunga í fyrra hafa fjármálamarkaðir verið nánast lokaðir nýmarkaðsríkjum. Að undanförnu hefur áhugi fjárfesta á nýmarkaðsríkjum glæðst, svo ekki sé sterkar að orði kveðið.

Að sögn breska blaðsins Financial Times nemur skuldabréfaútgáfan í þessum ríkjum það sem af er ári 352 milljörðum Bandaríkjadala og er um að ræða 45% aukningu miðað við sama tímabil árið 2007.

Athygli vekur að í Tékklandi, Póllandi og ekki síst í Ungverjalandi hafi tekist að ljúka vel heppnuðum  skuldabréfaútboðum. Það er til marks um að fjármálamarkaðir séu að færast í eðlilegra horf, ef svo má að orði komast, að þessi ríki geti lokið slíkum útboðum.

__________________________________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á vefnum. Hægt að óska eftir lykilorði og áskrift á vefnum.