*

þriðjudagur, 3. ágúst 2021
Innlent 27. nóvember 2011 07:43

Fréttaskýring: Fjórar brotlendingar Pálma

Astraeus Airlines er fjórða flugfélagið sem á einhverjum tímapunkti var í eigu Pálma Haraldssonar sem verður gjaldþrota.

Gísli Freyr Valdórsson

Breska flugfélagið Astraeus Airlines var á mánudaginn sett í slitameðferð í Bretlandi. Stærsti viðskiptavinur félagsins var íslenska ferðaskrifstofan Iceland Express. Bæði félögin, þ.e. Astraeus og Iceland Express, eru í eigu Eignarhaldsfélagsins Fengs, sem er í eigu Pálma Haraldssonar.

Fréttir um gjaldþrot Astreus komu þó lítið á óvart. Rekstrarvandi félagsins hefur síðustu misseri verið umtalaður í flugheiminum og fyrr um morguninn hafði Iceland Express tilkynnt að samstarfi félaganna hefði verið slitið.

Astraeus er þó ekki fyrsta flugfélagið í eigu Pálma sem verður gjaldþrota og saga hans í flugheiminum er vægast sagt orðin nokkuð litrík. Pálmi sat um tíma í stjórn Flugleiða en síðar fór hann sjálfur að fjárfesta í norrænum lággjaldaflugfélögum.

Í dag hafa fjögur flugfélög, sem á einhverjum tímapunkti voru í eigu Pálma, orðið gjaldþrota, þ.e. Fly Me, Maersk Air, Sterling og nú Astraeus. Stærst var gjaldþrot Sterling þar sem fjöldi viðskiptavina félagsins urðu strandaglópar víða um Evrópu og þurftu að koma sér heim á eigin kostnað. Um 1.000 manns misstu vinnuna í kjölfar gjaldþrotsins. 

Nánar er fjallað um sögu Pálma Haraldssonar í flugheiminum í fréttaskýringu í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf útgáfu af blaðinu undir liðnum tölublöð hér að ofan.