Heimsmarkaðsverð á hrávöru, t.d. málmum, hefur hækkað mikið að undanförnu. Sumir telja hækkunina til marks um að ekki sé innistæða fyrir væntingum markaða um viðreisn í alþjóðahagkerfinu.

Segja má að heimsmarkaðsverð á hrávöru veiti gagnlega innsýn í sveiflur í alþjóðahagkerfinu. Hrávörur á borð við olíu, stál, ál og kopar er eldsneyti efnahagsuppbyggingar. Í ljósi þess fagna margir þeim viðsnúningi sem hefur orðið á verðþróun hrávöru á undanförnum mánuðum. Álverð hefur hækkað umtalsvert síðasta mánuð og hefur sú hækkun verið rakin til aukinnar eftirspurnar frá geirum eins og bifreiðaframleiðendum og drykkjarvöruframleiðendum. Ennfremur hefur kopar, sem er notaður í fjölmörgum framleiðslugreinum, hækkað mikið í verði og hefur sú þróun meðal annars leitt til þess að hlutabréfamarkaðurinn í Líma er sá markaður sem hefur sýnt bestu ávöxtunina það sem af er ári. Sem kunnugt er þá eru Perúmenn stórtækir útflytjendur kopars.

__________________________________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á vefnum. Hægt að óska eftir lykilorði og áskrift á vefnum.