Alliance-bankinn í Kasakstan hefur komist að samkomulagi við lánardrottna sína um skuldbreytingu. Bankinn fór í greiðsluþrot í apríl og munu þeir sem fjármögnuðu bankann taka á sig allt að 80% tap vegna þess.

Líkt og á Íslandi uxu bankar í Kasakstan hratt undanfarin ár í krafti greiðs aðgangs að erlendu lánsfé. Þetta greiða aðgengi hélst opið langt fram á síðasta ár en erlendir fjárfestar renndu hýru auga til landsins meðan heimsmarkaðsverð á hráolíu fór í hæstu hæðir. Í Kasakstan er að finna 3,2% af öllum þekktum olíulindum heims.

Bloomberg hefur eftir seðlabankastjóra Kasakstan að þeir sem fjármögnuðu bankann hafi verið „drifnir áfram af græðgi“ og þeir hafi gengið útfrá því á að stjórnvöld í Kasakstan myndu borga brúsann ef illa færi. Þetta hefði veriðröng ályktun og nú þurfi þeir því að bera kostnaðinn sjálfir.

Sjá nánar í erlendri fréttaskýringu í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið blaðið á vefnum .