Upphæðir á innlánsreikningum lækkuðu á milli mánaða síðla sumars eftir að hafa hækkað nær látlaust frá því í upphafi árs.

Samkvæmt nýjustu bráðabirgðatölum Seðlabankans námu innlán á reikningum innlánsstofnana um 1.715,3 milljörðum í lok september ( (nýjustu tölur Seðlabankans ná til loka september) og höfðu hækkað um rúma 4,6 milljarða króna frá því í júlí (eða frá því að Seðlabankinn birti síðast tölur um bankakerfið).

Í lok september námu innlán erlendra aðila um 63,2 milljörðum króna, og höfðu lækkað um tæpa 7 milljarða frá því í júlí, þannig að þannig að heildarinnlán í bankakerfi námu því um 1.1778,5 milljörðum króna í lok september og höfðu þá  lækkað um rúma 11,6 milljarða frá því í júlí.

Hlutur heimilanna um 790 milljarðar króna

Af þeim fyrrnefndu 1.715 milljörðum króna sem innlendir aðilar eiga á innlánsreikningum hér á landi nam hlutur heimilanna tæpum 790 milljörðum króna og hafði lækkað um 19,3 milljarða frá því í júlí, en þá hafði hlutur heimilanna náð hámarki árinu (um 807 milljörðum).

Til gamans má geta að innlán innlendra aðila hafa aukist um rúma 300 milljarða frá því í september í fyrra en mesta aukningin varð í október 2008, sem eflaust mun lifa djúpt í minningu margra, þegar innlán hækkuðu um 177 milljarða.

Sem fyrr er stærsti hlutur þessara innlána veltiinnlán í íslenskum krónum eða rétt rúmir 540 milljarðar krónan. Þá er einnig mesta aukningin í slíkum reikningum frá því í júlí, eða um 17,8 milljarðar króna. Hlutur heimilanna er þó aðeins brot af því, rétt tæpir 128 milljarðar króna og hefur lækkað um tæpa 11 milljarða frá því í júlí.

Lækkun á peningamarkaðs- og gjaldeyrisreikningum

Hægt hefur á hækkun á verðtryggðum innlánum, sem í júlí höfðu hækkað um 6,5 milljarða á tveimur mánuðum, en í lok september höfðu verðtryggð innlán hækkað um 4,2 milljarða frá því í júlí. Innistæður á verðtryggðum reikningum námu þannig í lok september 221,9 milljörðum króna, þar af var hlutur heimilanna um 146 milljarðar króna.

Upphæðir á peningamarkaðsreikningum lækkuðu þó verulega frá því í júlí, eða um tæpa 25 milljarða króna og námu í lok september tæpum 182 milljörðum króna. Þarf af var hlutur heimilanna um 85 milljarðar króna.

Nokkuð hægir á lækkun innistæðna á innlendum gjaldeyrisreikningum en þær hafa nú lækkað um tæpa 3,5 milljarða frá því í júlí en höfðu þá lækkað um 19 milljarða frá því í maí. Heildarinnistæður á gjaldeyrisreikningum námu þannig um 152 milljörðum í lok september, þar af var hlutur heimilanna um 30,6 milljarðar króna.