Velta á fasteignamarkaði á höfuðborgarsvæðinu jókst nokkuð saman í vikunni eða um 44% milli vikna. Þannig nam veltan 1.208 milljónum króna samkvæmt upplýsingum frá Fasteignaskrá Íslands (áður Fasteignamat ríkisins) en nam í síðustu viku 837 milljónum króna.

Fjögurra vikna meðalvelta lækkar þó aðra vikuna í röð og er nú tæpir 1,2 milljarðar króna, minnkar um rúmar 230 milljónir króna milla og hefur nú dregist saman um 32% milli ára. Í þar síðustu viku hafði fjögurra vikna meðalvelta aukist um 1% sem var í fyrsta frá því fyrir jól árið 2007 sem fjögurra vikna meðalvelta eykst milli ára.

Rétt er að hafa í huga að á sama tíma í fyrra hafði fjögurra vikna meðalvelta dregist saman um 76% milli ára og því má segja að fasteignamarkaðurinn, sem var orðinn rólegur í fyrra, sé enn rólegri nú.

Til að sjá betur heildarmyndina af fasteignamarkaðir má sjá þróun fjögurra vikna meðalveltu á milli ára á myndinni hér að ofan. Þar sést hvernig fjögurra vikna meðalveltan hefur verið að stíga upp á við frá áramótum en fer þó lækkandi aftur síðustu tvær vikur.

Til að fá enn eina samanburðarmyndina hefur 12 vikna meðalvelta nú dregist saman um 34% en mest hafði hún þó dregist saman um tæp 80% um miðjan janúar s.l. Það að 12 vikna meðalvelta hafi dregist saman um tæp 80% í janúar sýnir enn hversu mikið velta á fasteignamarkaði hefur minnkað á hálfu öðru ári.

Alls var 42 kaupsamningum þinglýst í vikunni sem er nokkuð yfir meðaltali, en 26 samningum var þinglýst í vikunni þar áður. Að meðaltali var 52 samningum þinglýst á viku á síðasta ári en frá áramótum hefur 34 samningum verið þinglýst að meðaltali á viku.

Meðalupphæð á hvern samning hækkar rúmar 3 milljónir króna á milli vikna, nemur 28,8 milljónum króna á hvern samning,  en var 32,2 milljónir í vikunni þar á undan. Meðalupphæð á hvern samning frá áramótum er nú 34,5 milljónir króna.

Á ársgrundvelli hefur vikuvelta á fasteignamarkaði dregist saman um 35%. Sem fyrr segir þá segir það ekki alla söguna þar sem fasteignasala getur sveiflast nokkuð milli vikna. Því er nær að líta til fjögurra vikna meðalveltu sem fjallað var um hér að ofan.