Land­helg­is­gæsl­an hef­ur þris­var fengið vopnabúnað frá Norðmönn­um að gjöf. Stonfunin hefur ákveðið einhliða að birta samkomulög og farmbréf sem gerð hafa verið um umræddar gjafir.  Þar má sjá magn, verðmat gjafanna og almenna skilmála. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Landhelgisgæslunni.

Í tilkynningunni segir:

„Sú fyrsta var á ár­inu 2011 en þá stóð Land­helg­is­gæsl­an frammi fyr­ir því að þurfa með stutt­um fyr­ir­vara að senda tvö varðskip á vara­sama staði í Miðjarðar­haf­inu og var í því skyni leitað til Norðmanna um lán á hent­ug­um varn­ar­vopn­um.  Þannig stóð á að norski flug­her­inn var á leið til Íslands vegna verk­efna.  Her­inn leysti málið fyr­ir Land­helg­is­gæsl­una á tveim­ur sól­ar­hring­um og sendi 50 MP5 hríðskota­byss­ur sem þeir höfðu aflagt.  Vopn­in eru geymd í vopna­geymslu Land­helg­is­gæsl­unn­ar á Örygg­is­svæðinu á Kefla­vík­ur­flug­velli.  Verðmat þess­ar­ar gjaf­ar var 2.500 NOK per stykki sem er aðeins 1/​8 af verði þess­ara vopna frá fram­leiðanda í Þýskalandi.  Eng­ar greiðslur hafa farið fram og eng­inn reikn­ing­ur verið send­ur.

Önnur gjöf­in var innt af hendi í júní 2013 þegar yf­ir­maður norska herafl­ans var stadd­ur á Íslandi vegna funda með full­trú­um ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins.  Færði norski her­inn þá Land­helg­is­gæsl­unni alls 50 hjálma, 50 vesti og 10 hríðskota­byss­ur af gerðinni MP3.  Um þetta var ekki gert sér­stakt sam­komu­lag held­ur ligg­ur aðeins fyr­ir farmbréf um þann gjörn­ing.  Þess­ar 10 hríðskota­byss­ur eru all­ar í vopna­geymslu Land­helg­is­gæsl­unn­ar á Örygg­is­svæðinu á Kefla­vík­ur­flug­velli og hafa ekki enn verið tekn­ar í notk­un.  Verðmat gjaf­ar­inn­ar var 2 NOK.  Eng­ar greiðslur hafa verið innt­ar af hendi og eng­inn reikn­ing­ur verið send­ur.

Þriðja vopna­gjöf­in er frá ár­inu 2013 og kom til lands­ins með norskri her­flutn­inga­vél í fe­brú­ar 2014.  Þar var um að ræða 250 hríðskota­byss­ur af gerðinni MP5 en þar af voru 150 ætlaðar Rík­is­lög­reglu­stjóra, sam­kvæmt beiðni hans til norskra yf­ir­valda.  Þær hundrað sem eft­ir standa eru ætlaðar til end­ur­nýj­un­ar og viðhalds fyr­ir Land­helg­is­gæsl­una.  All­ar þess­ar byss­ur eru geymd­ar í vopna­geymslu Land­helg­is­gæsl­unn­ar á Örygg­is­svæðinu á Kefla­vík­ur­flug­velli og hafa ekki verið form­lega af­greidd­ar né af­hent­ar.  Verðmat þess­ar­ar gjaf­ar var 2.500 NOK per stykki sem er aðeins 1/​8 af verði þess­ara vopna frá fram­leiðanda í Þýskalandi.  Eng­ar greiðslur hafa farið fram og eng­inn reikn­ing­ur verið send­ur.

Eins og fram hef­ur komið var Land­helg­is­gæsl­an milliliður vegna beiðni Rík­is­lög­reglu­stjóra vegna um­ræddra vopna en í gegn­um árin hef­ur Land­helg­is­gæsl­an haft milli­göngu um öfl­un ým­issa tækja og tækni­búnaðar frá hernaðar­yf­ir­völd­um fyr­ir ýms­ar stofn­an­ir á Íslandi, þar sem hún er tengiliður við hernaðar­yf­ir­völd víða um heim.  Má þar nefna veðurrat­sjár, aðflugs­búnað og flug­vall­ar­tæki.

Gjaf­ir sem þess­ar hafa ekki boðist Land­helg­is­gæsl­unni nema á nokk­urra ára­tuga fresti og byggj­ast á góðu sam­starfi Land­helg­is­gæsl­unn­ar við hernaðar­yf­ir­völd ná­grannaþjóðanna.  Fjár­hags­staða Land­helg­is­gæsl­unn­ar leyf­ir ekki end­ur­nýj­un búnaðar sem þessa nema með þeim hætti sem hér er rak­inn.  Því þáði Land­helg­is­gæsl­an þetta boð um af­lögð vopn í því skyni að end­ur­nýja varn­ar­vopn og eiga vara­hluti til næstu ára­tuga.  Hér er ekki um að ræða öfl­ugri vopn en verið hafa í vopna­safni Land­helg­is­gæsl­unn­ar fram að þessu.  Land­helg­is­gæsl­an tel­ur þetta eðli­lega fram­kvæmd og nauðsyn­leg­ar ráðstaf­an­ir til að viðhalda lág­marks­ör­ygg­is­búnaði og í fullu sam­ræmi við gild­andi lög, reglu­gerðir og verklags­regl­ur sem gilda um vopna­eign og vopna­b­urð Land­helg­is­gæsl­unn­ar og fel­ur þar af leiðandi ekki í sér neina stefnu­breyt­ingu í þeim efn­um.“