Morgundagur ehf., sem er útgefandi Fréttatímans, skilaði tapi 13,5 milljón króna tapi árið 2015. Árið 2014 skilaði félagið hins vegar tapi upp á tæpar 7,3 milljónir, því tvöfaldaðist tapið milli ára.

Eigið fé félagsins í lok árs 2015 nam 22 milljónum, samanborið við 35,6 milljónir árið áður. Tekjur fyrir árið 2015 námu 384 milljónum árið 2015, samanborið við tæpar 395 milljónir árið 2014.

Í nóvember árið 2015, tók nýr hópur við rekstri Fréttatímans, því má tapið helst rekja til fyrri eigenda. Stjórnarmenn Morgundags eru Árni Hauksson, Gunnar Smári Egilsson og Sigurður Gísli Pálmason. Miðopna ehf. á 100% hlut í félaginu.