Fréttatíminn er í söluferli og hefur þegar borist tilboð frá hópi fjárfesti um 65 til 70 milljónir fyrir blaðið. Þetta kemur fram í DV í dag. Þar er rætt við Helga Þorsteinsson, fulltrúa hóps fjárfesta sem lýst hafa áhuga á að kaupa blaðið. Helgi gaf þó ekkert upp um kaupverðíð.

Samkvæmt DV reyndu eigendur Fréttatímans fyrst að selja blaðið fyrir síðustu áramót. Þá var farið fram á rúmar hundrað milljónir fyrir blaðið og er það sagt hafa fælt kaupendur frá.

Hópurinn sem þegar hefur gert tilboð í blaðið hefur frest fram í miðjan ágúst til að ganga frá fjármögnuninni. Helgi gaf í samtali við DV ekki upp hvaðan fjármagnið til kaupanna kemur en sagðist upplýsa það gangi fjármögnun eftir, sem samkvæmt skilmálunum mun þá verða von bráðar.