Hlutabréf hækkuðu í Evrópu í dag og hafði FTSEuorfirst 300 vísitalan hækkað um 0,75% við lokun markaða.

Olíuverð hefur lækkað um tæp 2% í dag og kostar tunnan nú 125,4 Bandaríkjadali á mörkuðum í New York. Reuters fréttastofan greinir frá því að það kann að gefa merki um að stöðugleiki sé að komast á olíuverðið en áður sá ekki fyrir endann á hækkunum og var talið að tunnan myndi fara hátt í 200 dali.

Royal Bank of Scotland hækkaði í dag um 8,3% eftir að orðrómur fór í gang um að félagið myndi gefa út ný hlutabréf og segir viðmælandi Reuters að mikil eftirvænting geti verið fyrir því.

Í Lundúnum hækkaði FTSE 100 vísitalan um 0,8%, í Amsterdam hækkaði AEX vísitalan um 1% og í Frankfurt hækkaði DAX vísitalan um 0,1%.

Þá hækkaði CAC 40 vísitalan í París um 1% og SMI vísitalan í Sviss um 0,5%.

Í Kaupmannahöfn hækkaði OMXC vísitalan um 0,4% og í Osló hækkaði OBX vísitalan um 0,7%.