Már Guðmundsson seðlabankastjóri sagði á kynningarfundi vegna vaxtaákvörðunar bankans í gær að það væri allt gott að frétta af gjaldeyrisútboði bankans. Útboðið er eitt af síð­ustu skrefunum sem þarf að taka áður en fjármagnshöft verða losuð.

Áður hefur komið fram að stefnt væri að því að halda útboðið á yfirstandandi ársfjórðungi, sem þýðir að útboðið verður haldið innan sjö vikna. Már sagðist sífellt verða sannfærðari um að sú tímasetning standist og gaf í skyn að útboðið yrði frekar í fyrri hluta júnímánaðar en í seinni hluta mánaðarins.

Hann sagði að miklar fréttir af útboð­inu myndu berast innan nokkurra daga, frekar en vikna.

Frekari fréttir af peningamálum Seðlabanka Íslands má finna í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið á pdf-formi undir Tölublöð.