Þó að hinir nýju miðlar ógni þeim hefðbundnu er samt ákveðin mótsögn í því hversu mikið af efni félagsmiðla – annað en þetta persónulega – er upp runnið á hefðbundnum fjölmiðlum eða vefútgáfum þeirra. Bandaríska rannsóknastofnunin Pew kannaði þetta nýverið.

Sem sjá má á randritinu vinstra megin er eftirtektarvert að um ⅔ tístu sárasjaldan eða aldrei á rannsóknartímabilinu, sem stóð í fjórar vikur. Meira en helftin, 54%, tísti einhverju sinni um fréttir úr hefðbundnum, viðurkenndum miðlum, en þeir, sem það gerðu, notuðu fréttir sem efnivið í 48% tilvika. Og allt óendurgoldið. Spurningin er þessi: ef félagsmiðlarnir leggja gömlu miðlana að velli, hvaðan ætla menn að fá frumfréttirnar?