Fréttir af litlum hagvexti í Bandaríkjunum höfðu augljóslega áhrif á markaði þar í dag en lækkun varð á öllum mörkuðum.

Þannig lækkaði Nasdaq um 0,94%, Dow Jones um 0,88% og S&P 500 um 0,89%.

Fjármálafyrirtæki lækkuðu samfellt um 3% í S&P 500 vísitölunni.

Þá lækkaði símafyrirtækið Sprint um heil 10% en fyrirtækið tilkynnti í dag um nokkurt tap. Afskriftir fyrirtækisins verða um 30 milljarðar bandaríkjadala. AT&T og Verizon hækkuðu þó á móti sem varð til þess að fjarskiptafyrirtæki hækkuðu um 1,2% í dag.