Færeyingar eru nú farnir að huga að því að setja lög og reglur um raforkumakað sinn og komu starfsmenn frá iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti Færeyja og frá Fjarskiptaeftirliti Færeyja í heimsókn á Orkustofnun, til að kynna sér framkvæmd raforkulaga hér á landi. Höfðu þeir mestan áhuga á að heyra um setningu tekjumarka og aðskilnað í bókhaldi orkufyrirtækja.

Í Færeyjum er eitt fyrirtæki, SEV, sem bæði framleiðir og flytur raforku til nær allra 50 þúsunda íbúa eyjanna. Aðeins tvær stærri eyjanna standa fyrir utan dreifikerfi SEV. Þykir notendum að rafmagnsverð sé allhátt og er vilji til að leita leiða til að lækka rafmagnsreikninga heimilanna.

Þó svo að ekki sé fyrirsjáanlegt að koma á virkri samkeppni, þá er hægt að gera verðmyndun gegnsærri svo neytendur geti betur áttað sig á því fyrir hvað þeir greiða, þ.e. hvað kostar að framleiða rafmagn og hvað kostar að flytja og dreifa.

Um 40% raforku Færeyinga kemur frá vatnsorku en olía er uppistaða annarrar framleiðslu. 3 einkareknar vindmyllur eru í Færeyjum og áætlanir um frekari byggingu vindmylla á borðum. Þá er virkjun sjávarfalla mjög til skoðunar í Færeyjum.

Að loknum fyrirlestrum höfðu gestirnir á orði að þeir