*

þriðjudagur, 26. janúar 2021
Fólk 14. janúar 2021 09:36

Freyja Sigurgeirs til RR ráðgjafar

RR ráðgjöf hefur fengið Freyju Sigurgeirsdóttur til starfa sem ráðgjafa, en hún kemur frá Umboðsmanni barna.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Freyja Sigurgeirsdóttir hefur tekið til starfa sem ráðgjafi hjá RR ráðgjöf.

Freyja er með BA próf í lögfræði frá Háskóla Íslands og leggur nú lokahönd á meistararitgerð sína. Samhliða námi hefur Freyja unnið hjá Umboðsmanni barna og í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu.

„Freyja hefur góða þekkingu á lagaumhverfi hins opinbera og hefur öðlast reynslu af stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga í störfum sínum fyrir sveitarstjórnarráðuneytið og hjá Umboðsmanni barna,“ segir Róbert Ragnarsson framkvæmdastjóri RR ráðgjafar.

„Hún kemur með aukna þekkingu og kraft inn í vaxandi ráðgjafafyrirtæki sem sérhæfir sig ráðgjöf við sveitarfélög og aðra opinbera aðila. Það eru mörg spennandi verkefni í vinnslu, sérstaklega við sameiningar sveitarfélaga. Með aukinni áherslu á lögfræði getur RR ráðgjöf boðið viðskiptavinum sínum upp á fjölbreyttari þjónustu.“

Freyja er ættuð úr Hrútafirði og Kelduhverfi og hefur mikinn áhuga á ferðalögum, eldamennsku og útivist.