Freyja Sigurgeirsdóttir hefur tekið til starfa sem ráðgjafi hjá RR ráðgjöf.

Freyja er með BA próf í lögfræði frá Háskóla Íslands og leggur nú lokahönd á meistararitgerð sína. Samhliða námi hefur Freyja unnið hjá Umboðsmanni barna og í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu.

„Freyja hefur góða þekkingu á lagaumhverfi hins opinbera og hefur öðlast reynslu af stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga í störfum sínum fyrir sveitarstjórnarráðuneytið og hjá Umboðsmanni barna,“ segir Róbert Ragnarsson framkvæmdastjóri RR ráðgjafar.

„Hún kemur með aukna þekkingu og kraft inn í vaxandi ráðgjafafyrirtæki sem sérhæfir sig ráðgjöf við sveitarfélög og aðra opinbera aðila. Það eru mörg spennandi verkefni í vinnslu, sérstaklega við sameiningar sveitarfélaga. Með aukinni áherslu á lögfræði getur RR ráðgjöf boðið viðskiptavinum sínum upp á fjölbreyttari þjónustu.“

Freyja er ættuð úr Hrútafirði og Kelduhverfi og hefur mikinn áhuga á ferðalögum, eldamennsku og útivist.