Hin mikla frægð íslensku bankanna undanfarið og sú umræða sem hefur átt sér stað um bankana hefur haft víðtæk áhrif á stöðu þeirra á alþjóðlegum fjármagnsmörkuðum.

Margir óttast að umræðan geti snúist upp í ákvæðisorð eða að erlendar greiningardeildir muni greina fjármálakerfið hér á landi í kaf. Siðan skýrsluflóðið sem hófst í lok febrúar hefur verið um nær stöðuga lækkunarhrinu að ræða á hlutabréfa- og gjaldeyrismarkaði. Ljóst er að áhrif umfjöllunarinnar takmarkast ekki eingöngu við íslenska fjármálamarkaði heldur hefur hin neikvæða umræða einnig víðtæk áhrif út fyrir landsteinana en eins og kunnugt er hefur framlengjanlegum skuldabréfum bankanna verið sagt upp í Bandaríkjunum og einnig hefur vaxtaálag bankanna á evrópskum eftirmarkaði með skuldabréf og skuldatryggingar farið stighækkandi síðan í nóvember. Fjármögnun bankanna Í Evrópu er nú dýrari en áður og getur hamlað vaxtamöguleika þeirra til lengri tíma litið.

Ítarleg fréttaskýring í Viðskiptablaðinu í dag.