Sérfræðingar hafa látið að því liggja að friðarverðlaun Nóbels, sem afhent verða 12. október næstkomandi, kunni að fara til baráttumanneskju á sviði umhverfisverndar, með þeim rökum að hlýnun jarðar sé hnattrænt öryggismál. Þetta kemur fram í frétt Reuters. Í því sambandi hefur Al Gore, fyrrum varaforseti Bandaríkjanna, verið nefndur, auk Inúíta-baráttukonunnar Sheila Watt-Cloutier, og Rajendra Pachauri, formanns Vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, sem sótti Ísland heim í sumar.