Friðheimar hlutu nýsköpunarverðlaun Samtaka ferðaþjónustunnar í ár. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, afhenti fyrirtækinu verðlaunin á Grand Hótel í gær.

Samtök ferðaþjónustunnar afhenda árlega nýsköpunarverðlaun fyrir athyglisverðar nýjungar og er markmiðið að hvetja fyrirtæki innan SAF til nýsköpunar og vöruþróunar. Þetta er í fjórtánda sinn sem verðlaunin eru veitt en í ár bárust 25 tilnefningar.

Í umsögn dómnefndar segir: „Helena og Knútur voru fyrst til að flétta saman ferðaþjónustu og garðyrkju með áherslu á fræðslu um matvælaframleiðsu á Íslandi sem byggir á hreinni náttúru og orkugjöfum ásamt því að bjóða upp á veitingar beint frá býli.“

Í fyrra hlaut Óbyggðasetur Íslands verðlaunin en árið þar á undan Into the Glacier.