Salvör Nordal varði í desember doktorsritgerð sína við Háskólann í Calgary í Kanada. Ritgerðin heitir Privacy as a social concept. „Privacy eða friðhelgi einkalífsins er umdeilt hugtak.

Það hefur verið skrifað um það í margskonar samhengi og ágreiningur um það hvernig við eigum að skilja það. Dæmið sem ég ræði mest í ritgerðinni er tengt við gagnagrunna á heilbrigðissviði, lífssýnabanka og erfðaefni,“ segir Salvör í samtali við Viðskiptablaðið.

Hún segir að í ritgerðinni sé því lýst hve erfitt það getur verið fyrir einstaklinginn að hafa mikla stjórn á upplýsingum um sig í nútímasamfélagi.