Friðrik Ingi Óskarsson véltæknifræðingur hefur verið ráðinn tæknistjóri hjá framleiðslu- og þjónustu fyrirtækinu KAPP ehf. Friðrik er 26 ára gamall en hann útskrifaðist frá Háskólanum í Suður-Danmörku (SDU) fyrr á þessu ári. Hann hefur einnig sveinspróf í rafvirkjun.

Friðrik hefur starfað hjá KAPP með hléum frá stofnun fyrirtækisins og hefur því víðtæka reynslu á öllum tækni og framleiðslubúnaði þar með talið OPTIM-ICE ísþykknibúnaðinum sem KAPP ehf framleiðir. OPTIM-ICE er með bestu kæliaðferðum sem fyrirfinnast í dag en ísþykknivélarnar hafa einstaklega hraða kælingu og eiginleika sem fara mjög vel með hráefnið. KAPP er með höfuðstöðvar að Miðhrauni 2 í Garðabæ. Hjá fyrirtækinu starfa um 32 starfsmenn.