Rekstur Friðriks Skúlasonar ehf. hefur seldur til bandaríska tæknifyrirtækisins Commtouch. Þetta kemur fram á vefsíðu félagsins .

Commtouch,sem er skráð á Nasdaq, sérhæfir sig í öryggismálum á vefnum og vírusvörnum. Kaupverðið er ekki gefið upp.

Friðrik Skúlason ehf. var stofnað árið 1993 og starfar á sviði hugbúnaðar og rannsókna. Fyrirtækið var með þeim fyrstu á landinu sem hófu sölu á vöru sinni og þjónustu í gegnum netið með hjálp tölvupósts.