*

fimmtudagur, 27. janúar 2022
Fólk 1. janúar 2022 14:22

Frið­rik stýrir Sviðs­lista­mið­stöð

Friðrik Friðriksson leikari verður framkvæmdastjóri hinnar nýstofnuðu Sviðslistamiðstöðvar Íslands.

Ritstjórn
Friðrik Friðriksson útskrifaðist sem leikari 1998 en lauk svo MBA frá HR árið 2016.
Aðsend mynd

Leikarinn Friðrik Friðriksson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Sviðslistamiðstöðvar Íslands. Friðrik er framkvæmdastjóri Tjarnarbíós, en tekur við nýja starfinu 1. febrúar.

Sviðslistamiðstöð – sem var formlega stofnuð um mitt síðasta ár – gegnir því hlutverki að styðja íslenskar sviðslistir og „auka sýnileika þeirra og hróður innan lands sem utan“ samkvæmt tilkynningu um málið. Verður því markmiði náð með kynningarstarfi og „sértækum átaksverkefnum“ sem hvetja munu til alþjóðlegra tengsla.

Friðrik útskrifaðist úr Leiklistarháskólanum árið 1998 og var lengi fastráðinn leikari við Þjóðleikhúsið, auk þess að leika í sjónvarpi og leikstýra. Árið 2016 útskrifaðist hann svo úr Háskólanum í Reykjavík með MBA-próf og hefur sem fyrr segir verið framkvæmdastjóri Tjarnarbíós síðustu ár.

Friðrik hefur einnig setið í stjórnum sviðslistasamtaka og er í störfum sínum fyrir bíóið sagður hafa komið sér upp víðtæku alþjóðlegu tengslaneti, sem nýtast muni í hinu nýja hlutverki.