Adena Friedman hefur verið skipaður nýr forstjóri Nasdaq. Hún mun einnig ganga til liðs við stjórnar Nasdaq þann 1. janúar næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Nasdaq.

Fyrrum forstjóri Nasdaq, Bob Greifeld tekur við stöðu stjórnarformanns af Borje Ekholm sem lætur nú af störfum.

Adena Friedman hefur starfað hjá Nasdaq frá árinu 1993 — eða í rúm tuttugu ár — og hefur haldið ýmsum stjórnunarstöðum innan fyrirtækisins. Haft er eftir Friedman í fréttatilkynningu að hún telur Nasdaq í gífurlega sterkri samkeppnisstöðu. Hún segist jafnframt innilega áfjáð í að ráðast í það verkefni að leiða fyrirtækið.