Á meðan óvissa er um lögmæti sparnaðar- og tryggingasamninga erlendra tryggingafyrirtæja hér á landi hyggst breska fyrirtækið Friends Provident hætta að bjóða upp á sparnaðarleið sem kallast OIP sparnaðarsamningur. Þessu greinir Ríkisútvarpið frá.

Í svari við fyrirspurn Fréttastofu RÚV segir Friends Provident að beðið sé eftir skýringum frá Seðlabanka Íslands á nýjum reglum um gjaldeyrismál, því ekki sé ljóst hvort þær feli í sér að OIP sparnaðarsamningurinn sé ólöglegur eða ekki.

Samkvæmt nýju reglunum eru samningar sem fela í sér söfnun eða sparnað erlendis, og gerðir voru eftir að gjaldeyrishöftum var komið á, bannaðir, á meðan samningar sem einungis snúast um tryggingar eru leyfðir. Enn er ljóst undir hvaða skilgreiningar OIP sparnaðarsamningurinn fellur.