*

miðvikudagur, 4. ágúst 2021
Innlent 29. nóvember 2004 10:37

Fríhafnarverslun verði einkavædd

yfirlýsing SVÞ ? Samtaka verslunar og þjónustu:

Ritstjórn

Stjórn SVÞ ? Samtaka verslunar og þjónustu ítrekar þá skoðun sína að ríkið dragi sig út úr verslunarrekstri í Flugstöð Leifs Eiríkssonar (FLE) og komi honum í hendur einkaaðila. Óeðlilegt sé að ríkið taki sér einkaleyfi á verslun með snyrtivörur, rafmagnstæki og aðra sérvöru í FLE og haldi uppi samkeppni við einkarekna verslun leigutaka í FLE og almenna verslun í landinu . Það er með öllu óásættanlegt að FLE sé beggja megin borðs, þ.e.a.s. bæði leigusali og keppinautur leigutaka segir í yfirlýsingunni.

SVÞ telja að einkaaðilar eigi alfarið að annast rekstur verslana í FLE. Verslun myndi engu að síður vera tollfrjáls eins og nú er fyrir alla þá sem eru að fara frá landinu og framvísa brottfararspjaldi.

Ekki mun algengt í öðrum Evrópulöndum að ríkið stundi fríhafnarverslun líkt og hér. Í flugstöðvum landa innan Evrópusambandsins er varningur til sölu til allra sem þar fara um á venjulegu verði að meðtöldum virðisaukaskatti, en þeir sem geta framvísað brottfararspjaldi sem sanni að þeir séu að ferðast út úr ESB og geti keypt vörur tollfrjálst.

"SVÞ skora á stjórnmálaflokka á Alþingi að stuðla að þessu á yfirstandandi þingi og minna á, að stefna nær allra stjórnmálaflokka fyrir síðustu Alþingiskosningar var að leggja bæri niður ríkisverslun í Flugstöð Leifs Eiríkssonar," segir í yfirlýsingunni.