Fríhöfnin á Keflavíkurflugvelli hefur verið valin „Besta fríhöfn í Evrópu“ í ár af tímaritinu Business Destinations og er það annað árið í röð.

Verðlaunin er nú veitt í sjötta sinn og eru sigurvegarar valdir með kosningu fjölmenns hóps áhrifamanna á sviði viðskiptaferðalaga. Yfirlýst markmið með veitingu verðlaunanna er að vekja athygli á þeim aðilum sem hafa náð athyglisverðum árangri í rekstri og/eða nýsköpun og snjöllum lausnum á ólíkum sviðum ferðaþjónustunnar.

Þau fyrirtæki sem hljóta tilnefningu Business Destinations eru valin af dómnefnd sem skipuð er af stjórnendum tímaritsins. Viðurkenningar meðal fríhafna árið 2014 eru eftirfarandi:

  • Evrópa - Fríhöfnin á Keflavíkurflugvelli
  • Norður-Ameríka - Duty Free Los Angeles International Airport
  • Suður-Ameríka - Rio de Janeiro Galaeo Duty Free
  • Mið-Austurlönd - Dubai Duty Free
  • Afríka - Dufry Sharm el-Sheikh Airport
  • Eyjaálfa - SYD Airport Tax & Duty Free