Fátt virðist geta komið í veg fyrir það að Barack Obama, forsetaframbjóðendi demókrata, tryggi sér nægilegan fjölda kjörmanna í kosningunum í dag og verði þar með næsti forseti Bandaríkjanna. Skoðanakannanir benda til þess að Obama njóti meira fylgis en andstæðingur hans John McCain, forsetaframbjóðandi repúblikana.

Það sem meira skiptir er að sá fyrrnefndi virðist hafa undirtökin í lykilríkjum á borð við Ohio, Virginíu og Pennsylvaníu og þar með telja margir að Obama standi með pálmann í höndunum í nótt.

Vissulega er ekki hægt að útiloka að hið óvænta setji strik í reikninginn en eigi að síður verða að teljast meiri líkur en minni á að Obama verði næsti húsráðandi Hvíta hússins, og ekki nóg með það: Hann ætti að geta reitt sig á traustan meirihluta demókrata á Bandaríkjaþingi til þess að veita baráttumálum sínum brautargengi.

_______________________________________

Nánar er fjallað um  málið í Viðskiptablaðinu í dag.

Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .