Björgvin Guðmundsson, sem setið hefur í ritstjórastóli Markaðarins sem fylgir Fréttablaðinu einu sinni í viku, hefur ráðið sig til starfa hjá Morgunblaðinu.  Þar mun Björgvin stýra viðskiptaumfjöllun blaðsins og hefur störf í byrjun júní.

„Ég þekki til á ritstjórn Morgunblaðsins og veit að þar er mikill kraftur sem mun verða nýttur til sóknar," segir Björgvin í samtali við Viðskiptavef Vísis. Við starfi hans tekur Óli Kristján Ármannsson, en Björn Ingi Hrafnsson fyrrverandi borgarfulltrúi var ráðinn inn sem ritstjóri við hlið Björgvsins fyrir stuttu.