Friðrik Þ. Snorrason hefur tekið við starfi framkvæmdarstjóra viðskiptaþróunar Nýherja, sem er ný deild innan fyrirtækisins. Friðrik hefur frá árinu 2003 gegnt starfi markaðsstjóra félagsins en hafði áður starfað um árabil bæði í Evrópu og Bandaríkjunum.

Friðrik er með meistaragráðu í alþjóðasamskiptum frá London School of Economics og BA gráðu í sama fagi frá University og Wisconsin.

Friðrik starfaði á árunum 2000-2003 sem forstöðumaður hagdeildar Strax Inc. í Bandaríkjunum. Á árunum 1998-2000 starfaði hann sem stjórnunarráðgjafi hjá Branstock Consulting á Bretlandi. Hann starfaði einnig sem Country Analyst hjá Economist Intelligence Unit á árunum 1997-1999 og verkefnastjóri í þróunarteymi hjá National Heritage Lottery Fund á árunum 1997-1998