Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, hefur ákveðið að láta af störfum í haust en hann hefur gengt starfinu í rúm 10 ár.

Þetta kemur fram á vef mbl.is en sem kunnugt er hafði Friðrik tilkynnt um starfslok sín á síðasta ári. Þá var forstjórastaðan auglýst og alls bárust 55 umsóknir um stöðuna. Stjórn Landsvirkjunar ákvað aftur á móti að fresta ráðningu nýs forstjóra og fór þess á leit við Friðrik að hann héldi áfram störfum í allt að tvö ár.

Fram kemur á mbl.is að Friðrik hafi hins vegar sett þau skilyrði, þ.e. fyrir því að sitja áfram, að hann yrði ekki lengur en eitt ár. Að sögn Friðriks byggir ákvörðun hans af fjölskylduaðstæðum en eiginkona Friðriks, Sigríður Dúna Kristmundstóttir er sendiherra Íslands í Noregi.

Ekki liggur fyrir hver tekur við sem forstjóri Landsvirkjunar en starfið verður auglýst til umsóknar á sunnudaginn.