Í Viðskiptaþættinum sem hefst klukkan 16 á Útvarpi Sögu FM 99,4, verður rætt um rekstrarumhverfi íslensks sjávarútvegs. Sterk króna og lækkandi afurðarverð hefur verið að gera mönnum lífið leitt í greininni, framlegð er í lágmarki og fyrirtæki í sjávarútvegi hyggjast draga úr fjárfestingum sínum á árinu. Rætt verður um stöðu og horfur í íslenskum sjávarútvegi við Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóra LÍÚ og Þorstein Má Baldvinsson, forstjóra Samherja.

Á morgun blæs Verslunarráð Íslands til árlegs viðskiptaþings. Sigríður Andersen lögfræðingur lítur í heimsókn og segir okkur frá því sem þar ber hæst.

Í seinni hluta þáttarins verður fjallað um fríverslun og alþjóðaviðskipti en viðskiptaskrifstofa utanríkisráðuneytisins hefur staðið í ströngu undanfarið við gerð fríverslunarsamninga fyrir Íslands hönd. Grétar Már Sigursson, skrifstofustjóri viðskiptaskrifstofu verður gestur þáttarins og dregur upp
mynd af því umhverfi sem blasir við íslenskum fyrirtækjum í alþjóðlegri samkeppni.