Viðskiptaþátturinn í dag hefst á viðtali við Friðrik Sigurðsson forstjóra tölvu- og hugbúnaðarfyrirtækisins TM Software sem hafa nýlega breytt nafni fyrirtækisins en það leggur nú aukna áherslu á verkefni erlendis oghefur meðal annars hafið innleiðingu á Theriak hugbúnaði fyrir lyfjameðhöndlun á sex sjúkrastofnunum í Þýskalandi.

Í seinni hluta þáttarins kemur í þáttinn Aðalsteinn Steinþórsson, stjórnarformaður Lyfjavers, sem hefur ákveðið að henda sér út í smásölumarkað lyfja og hyggst bjóða lágt verð og ókeypis heimsendingu hvert á land sem er.