Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, segir að hann muni hætta sem forstjóri fljótlega eftir að hann verður 65 ára í október næstkomandi. Þetta kemur fram í viðtali við Friðrik í helgarblaði Viðskiptablaðsins.

„Þótt það sé heimild í starfsreglum okkar að bæta tveimur árum við hef ég gert samning við fjölskylduna um að flytja með henni til Noregs þar sem eiginkona mín er að taka við sendiherrastöðu,“ segir Friðrik.

Þegar hann er áfram spurður hvort hann sé þá að hætta í haust svarar hann: „Ég geri ráð fyrir að hætta fljótlega eftir að ég verð 65 ára.“