Frá og með morgundeginum mun Dagbladet Information bjóða upp á dagblað á netinu sem afhent verður ókeypis í gegnum vef félagsins information.dk. Þetta kemur fram í vefútgáfu Börsens.

Blaðið mun bera nafnið 15:15 og verður boðið ókeypis til niðurhals á vefsíðunni. Eins og nafnið segir til um verður það síðdegisútgáfa. Er gert ráð fyrir að blaðið verði 6-8 síður í A-4 broti. Haft er eftir Palle Weis, stjórnanda hjá Information, í samtali við Ritzau fréttastofuna að þeir telji að honum sýnist ekki að lesendur þeirar muni hafa áhuga á fríblaðslausnum stóru blaðahúsanna. "Það verður engin leynd með fjármögnun eða dreifingu," sagir framkvæmdastjóri félagsins Henrik Bo Nielsen í samtali við Börsen.