*

þriðjudagur, 18. júní 2019
Erlent 18. júlí 2017 18:47

Fríverslun kennt um töpuð störf

Helsta markmið Trump í endurskoðun NAFTA fríverslunarsamkomulagsins er að ná niður viðskiptahallanum við Mexíkó.

Ritstjórn
epa

Robert Lightizer, sem sér um málefni verslunar í stjórn Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur birt lista yfir helstu markmið bandarískra stjórnvalda við endurskoðun á NAFTA fríverslunarsamningnum við Kanada og Mexíkó.

Aðalatriði listans er að ná niður viðskiptahallanum við Mexíkó, en á síðasta ári nam hann 63 milljörðum Bandaríkjadala, og hefur hann vaxið mikið síðan samkomulagið tók gildi árið 1994. Á síðasta ári var ekki halli á viðskiptum Bandaríkjanna við Kanada.

Stjórn Trump telur að viðskiptahallinn við Mexíkó hafi haft áhrif á hve ástandið er slæmt í verskmiðjubæjum Bandaríkjanna. „Síðan samningurinn tók gildi árið 1994 hefur viðskiptahallinn stóraukist, þúsundir verksmiðja hefur verið lokað og milljónir Bandaríkjamanna hafa upplifað sig fasta,“ segir í nýútkominni skýrslu um málið.

Í kosningabaráttu sinni fyrir forsetaembættinu gerði Trump NAFTA samkomulagið að sínu aðalskotmarki og kallaði það „kannski versta viðskiptasamning sem hefur nokkurn tíman verið samið um nokkurs staðar, alla vega af þessu landi.“

Samt sem áður velta um 14 milljónir bandarískra starfa á viðskiptum við Kanada og Mexíkó, og fara á hverjum degi andvirði 1 milljarðs dala í viðskiptum yfir syðri og nyrðri landamæri Bandaríkjanna að því er CNN greinir frá.

Gary Hufbauer hjá Peterson stofnunni um alþjóðhagfræði segir orðalagið í skýrslunni hægt að túlka sem svo að opnað sé fyrir því að teknir verði um kvótar og tollar. Er eitt af markmiðunum jafnframt að losna við hlutlausan dómstól sem sér um að vinna að samkomulag náist ef deilur koma upp.

Einnig að krafist sé hærri verkalýðsstaðla í öllum þremur löndunum, sem gæti þýtt að mexíkóskir verkamenn yrðu dýrari, og því ekki jafnspennandi kostur fyrir bandarísk fyrirtæki sem hafa verið að flytja starfsemi sína yfir landamærin. Aðrar tillögur snúa um að draga úr skattheimtu á verslun mexíkómanna við bandarísk fyrirtæki.

John Scannapieco, lögfræðingur sem sérhæfir sig í verslun hjá Baker Donelson er ekki viss um að það að ná niður viðskiptahallanum sé endilega gott í sjálfu sér og muni færa fleiri störf aftur til Bandaríkjanna. „Viðskiptahalli þýðir ekki að störf hverfa.“ Viðskiptaráðherrar Kanada og Mexíkó hafa sagt að þeir fagni komandi viðræðum.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is