*

mánudagur, 27. september 2021
Innlent 24. ágúst 2019 16:41

Fríverslun næst við S-Ameríkuríki

EFTA ríkin hafa gert samning um fríverslun við aðildarríki Mercosur bandalagsins í Suður Ameríku.

Ritstjórn
Guðlaugur Þór Þórðarson er utanríkisráðherra Íslands.
Haraldur Guðjónsson

Með samningi sem EFTA ríkin fjögur hafa náð við aðildarríki Mercosur bandalagsins munu nær allar sjávarafurðir sem Ísland flytur út njóta fulls tollfrelsis og lækka tollar á bróðurpart þeirrar vöru sem flut er út frá landinu.

Aðildarríkin að Mercosur eru Brasilía, Argentína, Úrugvæ og Paragvæ. Sumar vörur verða tollfrjálsar strax frá gildistöku samningsins en aðrar að loknum mislöngum aðlögunartíma. Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra segir að mikil áhersla hafi verið lögð á að ljúka samningaviðræðunum og það sé ánægjulegt að nú sé samningu rí höfn.

„Markaðsaðgangur fyrir sjávarafurðir er sérstaklega mikilvægur fyrir okkur og hann eykst umtalsvert með þessum samningi,“ sagði Guðlaugur Þór. „Ég tel að við getum verið mjög sátt við þennan samning, sérstaklega þar sem hann er ekki síðri en sá sem Mercosur hefur nýlega samið um við Evrópusambandið."

Á síðasta ári nam vöruútflutningur Íslands til ríkjanna fjögurra um 1,5 milljarði, meðan vöruinnflutningur frá ríkjunum nam 24 milljörðum króna. Þar af vegur áloxíð langþyngst, en það var núþegar tollfrjálst.