Fríverslunarsamningum milli Þýskalands og Bandaríkjanna er teflt í tvísýnu vegna frétta af því að Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna, NSA, hafi hlerað síma Angelu Merkel.

Þýska blaðið Spiegel greindi frá því í morgun að samkvæmt gögnum sem blaðið hefur undir höndum hafi þessar hleranir staðið yfir allt frá árinu 2002.

Tilkynnt hefur verið að Bandaríkjamenn og ríki Evrópusambandsins hygðust gera með sér fríverslunarsamninga. Sigmar Gabriel, leiðtogi sósíaldemókrata í Þýskalandi, krefst þess aftur á móti að slíkar samningaviðræður verði settar á ís um skeið. Ilse Wagner, efnahagsmálaráðherra Þýskalands, er á sömu skoðun.

Þýskir fjölmiðlar fullyrða að Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hafi vitað af hlerununum allt frá árinu 2010.