Fríverslunarsamningur á milli EFTA ríkjanna og Úkraínu tók gildi 1. júní síðastliðinn. Samningurinn var undirritaður árið 2010 en hann nær til viðskipta með vörur og þjónustu á milli landanna allra. Þetta kemur fram á vef viðskiptafréttaveitunnar PR Newswire. EFTA ríkin eru Ísland, Líktenstein, Noregur og Sviss.

Samkvæmt samningnum fella löndin niður vörutolla á innflutning ýmissa vara. Ennfremur verða engin ný gjaldtaka kynnt til sögunnar á innfluttar vörur milli landanna. Þá verður gjöldum á útflutning smám saman aflétt.