Fulltrúar 12 ríkja skrifuðu undir fríverslunarsamning Kyrrahafsríkja (e. Trans-Pacific Partnership) í Nýja Sjálandi í gærkvöldi. Samningsríkin standan undir 40% heildarviðskipta á heimsvísu en samningaviðræður hafa staðið yfir í um fimm ár.

Forsætisráðherra Nýja Sjálands, John Key, saðgi að undirritunin væri mikilvægt skref en samningurinn sjálfur hefur þó ekki tekið gildi. Að minnsta kosti sex ríki sem eiga aðilda að samningnum þurfa nú að staðfesta endanlegt orðalag samningsins og þau ríki þurfa einnig að ná 85% af landsframleiðslu allra landanna. Löndin sem eiga aðild að samningnum eru Ástralía, Brúney, Kanada, Síle, Japan, Malasía, Mexíkó, Nýja Sjáland, Perú, Singapor, Bandaríkin og Víetnam.

Barack Obama gæti átt erfitt með að fá samninginn samþykktan fyrir Bandaríkjaþingi, en hann hefur mætt andstöðu frá báðum flokkum. Obama hefur sagt að hann vilji að samningurinn yrði samþykktur sem fyrst svo að hagkerfið geti byrjað að nýta sér hagkvæm ákvæði samningsins. Hann sagði einnig að samningurinn myndi veita þeim mikið forskot á aðrar þjóðir, sérstaklega Kína sem er ekki meðal samningsríkja.