Flugeldasala björgunarsveitanna hefst á morgun og mun halda til klukkan fjögur á gamlársdag. Í umfjöllun Morgunblaðsins um flugeldasöluna kemur fram að fríverslunarsamningur Íslands við Kína, sem gekk í gildi í sumar, mun gera það að verkum að verð á flugeldum mun haldast óbreytt frá því í fyrra, þrátt fyrir hækkandi flutningskostnað og hækkandi verð í Kína vegna verðbólgu þar í landi.

Í samtali við Morgunblaðið segir Jón Ingi Sigvaldason, markaðs- og sölustjóri Landsbjargar, að björgunarsveitin finni fyrir áhrifum samningsins í flugeldasölunni í ár. „Fáir vilja flytja flugelda til Evrópu og við höfum bara eina höfn til að fara í gegnum með þetta. Magnið er svipað og hefur verið síðustu fimm árin,“ segir Jón Ingi.