Hægur en öruggur gangur er í fríverslunarviðræðum milli Bandaríkjanna og Evrópusambandsins, segir aðalsamningamaður Bandaríkjanna í samtali við BBC . Kollegi hans hjá Evrópusambandinu segir að áfram sé haldið í vinnu að metnaðarfullum samningi.

Samningaviðræðurnar hafa staðið yfir i tæpt ár. Markmið með samningaviðræðunum er að draga úr eða jafnvel fella niður alla tolla. Einnig stendur til að samræma regluverk.

Einnig stendur til að auðvelda bandarískum fyrirtækjum að bjóða í verk sem evrópsk stjórnvöld bjóða út og svo öfugt.