Grétar Már Sigurðsson, skrifstofustjóri viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, stýrir viðræðum EFTA-ríkjanna við Taíland um gerð hugsanlegs fríverslunarsamnings. Grétar Már er nýkominn frá Taílandi þar
sem hann hitti aðalsamningamann Taílendinga. "Eftir samráð við atvinnulífið í
Taílandi hafa taílensk stjórnvöld ákveðið að stíga næsta skref og kanna möguleika á gerð fríverslunarsamnings við EFTA-ríkin,? segir
Grétar Már í viðtali við Stilkur, upplýsingarit viðskiptaskrifstofunnar.

"Ég er bjartsýnn á að viðræðurnar geti hafist í Reykjavík þegar í
maí á þessu ári og að þær muni ganga greiðlega fyrir sig,? segir Grétar Már.