Fríverslunarsamningur milli Íslands og Kína nýtist aðeins verslunum sem fá varning sinn beint frá Kína og fara flestar smærri verslanir á mis við ávinninginn. Þetta segir Svava Johansen, eigandi NTC, í samtali við Markaðinn á Fréttablaðinu.

„Ég hefði gjarnan viljað sjá afnumda tolla þegar varan fer í gegnum Evrópu,“ segir Svava og bendir á að hafi framleiðsla viðkomu í Evrópulandi á leiðinni hingað leggist á hana tvöfaldur tollur. Fyrst tollur ESB á varning frá Kína og svo tollur á Íslandi á varning frá ESB.

„Fríverslunin við Kína er eiginlega bara fyrsta skrefið, en nýtist flestum minni verslunum og minni fyrirtækjum alls ekki. Þetta nýtist okkur hins vegar því við erum að láta framleiða töluvert fyrir okkur sjálf,“ segir Svava.